Ég er ekki frá því að ég geri það

Sporðdreki: Undanfarið hefurðu horft inn á við, en nú ætlarðu að líta út. Haltu partí fyrir fjölskyldu og vini. Góður matur, gott vín og svo þú - hinn fullkomni gestgjafi!

 

Vog: Varaðu þig á að halda þér of fast. Þegar þú ert ekki fastur við neitt, býrðu yfir frelsi til að skapa hvað það sem hjarta þitt girnist þá stundina. 

Hvur fjárinn, hver sér eiginlega um þetta .... maðurinn/konan á bak við tjöldin eða...


Og enn af stjörnuspám

01.10.2008

 

Sporðdreki: Það er svo mikið búið að vera í gangi að þig langar helst að fá að vera einn í ró og næði í nokkra daga. Smá reddingar fyrir friðinn, en þú meikar það alveg.

VogVog: Þér leiðist vanagangurinn. Opnaðu hugann og breyttu áætlunum. Að uppgötva eitthvað á eigin spýtur er dásamlegt, og þú vilt gera það aftur og aftur.

 

 



Sporðdrekinn
Sporðdrekinn
(24.10 - 21.11)

Þú verður að leiða hjá þér minni háttar deilur og vandamál sem koma upp í umhverfi þínu því þú hefur um mikilvægari hluti að hugsa.

 

Ja hvur fjárinn

 


Tákn eða tilviljun ?

Hvað haldið þið ?

Mbl í dag

Sporðdreki: Þátttaka þín í vissum hóp hefur verið lítil hingað til, en það mun breytast til muna - ef þú vilt. Ein manneskja mun veita þér aðgang. Ertu tilbúinn?

 hmmm....

Femin í dag ...

 

Sporðdrekinn
Sporðdrekinn
(24.10 - 21.11)

Þú ert óvenjulega vel vakandi og einbeittur í samskiptum og þetta gæti nýst þér vel í fjármálum. Hugaðu að sambandi þínu við fjarlæga vini og ættingja.
 
Vogin
Vogin
(23.9 - 23.10)

Þú hefðir gott af tilbreytingu og ættir að reyna að kynnast einhverju nýju. Taktu það samt rólega og reyndu að hafa frið og ró í kringum þig.

 Spurning, ekki satt


Klukkið hennar Nínu

Ferlega er takmarkandi að setja inn fernt af sumu hér ..... t.d. bókunum ! Ísfólkið er 47 bóka flokkur honum fylgir svo Galdrameistarinn, 15 stk og Í ríki ljóssins ... slurkur.  Þetta er lesið fram og til baka, lágmark annað hvert ár sem maður fær tryllu og les þær allar, svona einu sinni enn. Mér finnst að setja ætti frekar 4 höfunda, þeir væru þá Margit Sandemo, Dan Brown, Patricia Cornwell og Agatha Christie

Svo vil ég mótmæla því harðlega hversu ómerkileg starfsferilskrá mín lítur út, svona séð frá þessu sjónarhorni, lítur mun betur út í hausnum á manni ....

Læt vita síðar hvern ég klukka, á eftir að hugsa það mál betur, er bara nokkuð stolt af þessu blogg framtaki mínu, er ekki nema 1 ár + síðan síðast :)

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

  • Almenn fiskvinnsla
  • Þjónn
  • Almenn húsmæðrastörf
  • Kokkur
  •  

Fjórir staðir sem ég hef búið á (bara 4??)

  • Njarðvík
  • Suðureyri
  • Þórshöfn
  • Reykjahlíð

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á

  • Silence of the lambs
  • Long kiss goodnight
  • Die hard
  • Leathal Weapon


Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

  • Medium
  • Mr. Monk
  • Friends
  • House


Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  • Spánn
  • USA
  • Ástralía
  • Kistufell


Fjórar síður sem ég skoða daglega, fyrir utan blogg

  • Mbl.is
  • Malefnin.com
  • 847.is
  • bondi.is


Fernt sem ég held upp á matarkyns

  • Humar
  • Pasta gums ala me
  • Gott kjöt, naut, lamb, kjúkl ... skiptir ekki öllu
  • Gúllassúpa

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

  • Da vinci lykillinn
  • Allar Ísfólksbækurnar
  • Harry Potter
  • Austurlandahraðlestin (og fleiri bækur Agöthu)

Skref í rétta átt

Ég fagna því að loksins muni Tryggingastofnun taka þátt í þeim kostnaði sem til fellur við þessa þjálfun.

Bjarni Eiríksson sem er með reiðskólann Þyril kom fyrstur auga á kosti hestsins við þjálfun fatlaðra barna og hefur árum saman fylgt því eftir og hefur árangurinn verið stórkostlegur, börnin geisla af gleði í návist hestsins og því er það fagnaðarefni að þessi tegund þjálfunar sé loksins viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum.

Hestar eru snilld.


mbl.is Sjúkraþjálfun á hestbaki viðurkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin takmörk

Það virðast engin takmörk fyrir því hversu lágt menn leggjast í að koma höggi á andstæðinginn.

Svo virðist sem sumir séu meiri gungur en aðrir og alveg ábyggilegt að þeir hinir sömu myndu ekki þora að mæta andstæðingnum augliti til auglitis.

Barnaskapur og heigulsháttur svo ekki sé dýpra í árina tekið.

 


mbl.is Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins á Egilsstöðum skemmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annasamir dagar

Hver sagði að heimavinnandi húsmæður hefðu aldrei neitt að gera, hefðu það bara gott blaðrandi við nágrannakerlingarnar yfir kaffibolla við eldhúsborðið ?  Sá hefur alveg örugglega aldrei verið heimavinnandi húsmóðir.

Nú er ég ein af þeim sem er "bara" heima og hér er ævinlega nóg að gera og ekki er ég með smábörn heima (hjúkk).  Karlinn og drengurinn drifu sig í sveitina að ríða út, sem er fínt því þá þarf ekki upp í hesthús daglega að sinna öllu þar og súrmjólk, súpa og annað gourmet fæði vel boðlegt þeim sem heima sitja.  Þar sem þeir drifu sig í sveitina, tókum við mæðgur okkur til og rifum parketið af stofunni með tilheyrandi rútti, svo nú er það frá.  Dreif mig svo í því að endurskipuleggja þvottahúsið, færði snaga, hundabúrið og þess háttar dót og nú rúmast allt svo miklu betur.  Síðan eru það vorverkin í garðinum, fundur í dag vegna stefnumótunar æskulýðsstarfs hestamannafélagsins á svæðinu, hitta meðframbjóðanda minn í kvöld og konu af framboðsskrifstofunni á morgun.  Síðan þarf að bruna austur á föstudaginn, helst að skjótast þaðan og til Húsavíkur á laugardagsmorgun, svo sonurinn komist í beltaprófið sitt, aftur austur og svo heim á sunnudag.

Þetta minnir mig á að ég ætlaði að þvo bílinn og þar sem nú skín sól í heiði og fuglarnir syngja þá er best að drífa sig í þessu ..... kannski einn kaffibolla fyrst.

Lafðin


Pirringur og gleði, vafi og fullvissa

Finn allar þessar tilfinningar í augnablikinu, sumar sterkari en aðrar.  Hversu flæktur er hægt að vera .... það er aðallega fólk sem pirrar mig núna, fólk sem ekki getur verið samkvæmt sjálfum sér (þar er undirrituð svo sem engin undantekning), fólk sem gengur laust þrátt fyrir að allt bendi til þess að það eigi að vera lokað inni í bólstruðu herbergi, fólk sem er fast í vef sjálfsvorkunnar og trúir því staðfastlega að allt sem gerist (eða gerist ekki) í þeirra lífi sé af annara völdum, allsherjar samsæri einhverra til að gera líf viðkomandi að hörmungarsögu, en ekki fyrir það að viðkomandi hefur tekið ákvarðanir á lífsleiðinni sem leitt hefur hann í þá stöðu sem hann er í í dag.  Fólk sem getur ekki komist í gegnum daginn nema tala illa um annað fólk, fólk sem sér skrattann í öllum hornum og getur aldrei séð neitt jákvætt í neinu.   Fólk sem bullar út í eitt um hluti sem það hefur ekki hundsvit á.  Leti og skipulagsleysi er ofarlega á pirringslistanum, aðallega eigin .... good intentions only go so far.

Ég gleðst yfir mörgu, útskriftinni, fyrsta "gigginu", dásamlegu börnunum mínum og lífinu svona almennt.  Er í vafa um ákveðnar breytingar sem ég vil gera, en jafnframt fullviss að þær eru (yrðu) rétt skref.

Velti því enn fyrir mér hvers vegna viskastykki og baðhandklæði verða skítug og hvað þvottavélin geri við "hinn sokkinn" .

Ef einhver gæti leitt mig í allan sannleika um ofangreind atriði yrði ég þakklát, ja, eða pirruð, sjáum til.

 

Lafðin

 


Bloggstífla og kaos

Í augnablikinu er svo margt á sveimi í hausnum á mér, misgáfulegt náttúrulega, að mér tekst engan veginn að sortera það svo ég komi einhverju frá mér. 

Í gær komust börnin loksins í áheitalabbið sitt, stóðu sig eins og hetjur, gengu hringinn í kringum Mývatn með 2 hjólbörur og alltaf einhvern í börunum.  Þetta tók þau ekki nema 7 klst og 10 mín og söfnuðust að ég held rúm 500.þúsund svo nú eiga þau fyrir ferðinni sinni, svo allt sem safnast héðan í frá fer í nemendasjóðin fyrir næsta ár. Að labbinu loknu var pylsupartý og svo bauð Baðlónið þeim að bleyta í sér í lóninu og fá smá yl í auma vöðva.

Það er ótrúlega margt sem pirrar mig í pólitíkinni í augnablikinu, þvílíkur tvískinnungur á ferð á þeim bænum, málið er að þetta er allt sami grautur í sömu skál, grauturinn bragðast bara misvel og er það bragðlaukunum um að kenna.  VG eru t.d. ótrúlegir, Samfylkingin eins ósamkvæm sjálfu sér og nokkuð getur verið og nýja framboðið .... ó boj.   Ef flokkar sitja of lengi við völd kemur upp valdaþreyta, þetta er eitthvað sem ég held að allir geri sér grein fyrir og þegar þannig er komið þarf að rótera og breyta, gerðist í borginni og þar var breytt til, þetta þyrfti líka að gerast á alþingi, það sem hins vegar hræðir mig skelfilega eru valkostirnir, það sem kæmist til valda ef stjórnarflokkunum yrði gefið frí, þó það væri bara eitt tímabil.  Skelfileg tilhugsun. Frown

Úff, ég fékk svo mikinn hroll að ég verð að láta staðar numið núna.....


Truntuísrallý, tær snilld

Lögðum land undir fót um helgina og skelltum okkur á Stjörnutölt á Akureyri, svona eins og venjulega.  Ekki varð maður svikinn frekar en hin árin (svona flest), snilldarhross og flottur taktar.  Mesta snilldin var þó að í fyrsta sinn frá því Stjörnutöltið byrjaði, sigraði kona W00t Þórdís Erla Gunnarsdóttir á mósóttu merinni Ösp frá Enni, gullfalleg og hæfileikarík meri og ekki var knapinn síðri.  Til að kóróna þetta var það svo bæjarstýran á Akureyri sem afhenti henni verðlaunin ásamt formanni Léttis, sem er kona, forkona líklega.  Karlar hvað ......

Hápunkturinn var svo þegar stóðhestasýningin hófst, margir fínir folar (og sumir ekki eins fínir) en einn þeirra stal senunni, Kraftur frá Efri-Þverá, þvílíkur unaður að horfa á hestinn InLove gefur föður sínum (Kolfinni frá Kjarnholtum) nákvæmlega ekkert eftir.  Ég sá þennan hest fyrst á Landsmótinu í fyrrasumar og kolféll strax.  Þess ber að geta (mont-mont) að ég á pláss undir hann á seinna gangmáli, svo dívan mín verður vonandi (7-9-13) meri eigi einsömul næsta vetur ... JEIJ

Gistum svo í sveitinni og ég var eins og krakki þegar kom að heimferð ... vildi ekki fara heim Whistling munaði engu að ég færi ekki að grenja og stappa niður fótum.  Hægðir, hvað ég vildi að ég byggi í sveit .... I love it og hana nú.

Hér er alltaf jafn brjálað að gera, ótrúlegt hvað þeir eru fáir klukkutímarnir í þessum blessaða sólarhring, ja, það og hvað þeir nýtast eitthvað ferlega illa suma dagana.  Skil'ða ekki.

Taðtoppar ætla svo að leggja land undir fót um næstu helgi og bregða sér í borgina, nú er runninn upp tími ferminga og ein slík dregur sveitavargana suður á hvítbotna gúmmískóm með moð í peysunni og hrossafnyk í hárinu.

Lafðin komin með pikkkrampa.

Later pípúl


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband