Pirringur og gleði, vafi og fullvissa

Finn allar þessar tilfinningar í augnablikinu, sumar sterkari en aðrar.  Hversu flæktur er hægt að vera .... það er aðallega fólk sem pirrar mig núna, fólk sem ekki getur verið samkvæmt sjálfum sér (þar er undirrituð svo sem engin undantekning), fólk sem gengur laust þrátt fyrir að allt bendi til þess að það eigi að vera lokað inni í bólstruðu herbergi, fólk sem er fast í vef sjálfsvorkunnar og trúir því staðfastlega að allt sem gerist (eða gerist ekki) í þeirra lífi sé af annara völdum, allsherjar samsæri einhverra til að gera líf viðkomandi að hörmungarsögu, en ekki fyrir það að viðkomandi hefur tekið ákvarðanir á lífsleiðinni sem leitt hefur hann í þá stöðu sem hann er í í dag.  Fólk sem getur ekki komist í gegnum daginn nema tala illa um annað fólk, fólk sem sér skrattann í öllum hornum og getur aldrei séð neitt jákvætt í neinu.   Fólk sem bullar út í eitt um hluti sem það hefur ekki hundsvit á.  Leti og skipulagsleysi er ofarlega á pirringslistanum, aðallega eigin .... good intentions only go so far.

Ég gleðst yfir mörgu, útskriftinni, fyrsta "gigginu", dásamlegu börnunum mínum og lífinu svona almennt.  Er í vafa um ákveðnar breytingar sem ég vil gera, en jafnframt fullviss að þær eru (yrðu) rétt skref.

Velti því enn fyrir mér hvers vegna viskastykki og baðhandklæði verða skítug og hvað þvottavélin geri við "hinn sokkinn" .

Ef einhver gæti leitt mig í allan sannleika um ofangreind atriði yrði ég þakklát, ja, eða pirruð, sjáum til.

 

Lafðin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

“Gefðu þér tíma fyrir þig, hinir koma seinna“ þetta kann að hljóma sem eigingirni en “Eigingirni er sá hæfileiki að sjá ýmislegt gott við sjálfan sig sem aðrir koma ekki auga á”. Ég finn dag frá degi hvernig ég næ sífelt betri tökum á lífinu og því sem er að gerast í kringum mig. Ég geri það sem ég vil og hef trú á því.

“Að þarf hæfileika til að komast á toppinn en það þarf karakter til að halda sér þar”.

sæmundur (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:02

2 identicon

“Gefðu þér tíma fyrir þig, hinir koma seinna“ þetta kann að hljóma sem eigingirni en “Eigingirni er sá hæfileiki að sjá ýmislegt gott við sjálfan sig sem aðrir koma ekki auga á”. Ég finn dag frá degi hvernig ég næ sífelt betri tökum á lífinu og því sem er að gerast í kringum mig. Ég geri það sem ég vil og hef trú á því.

“Að þarf hæfileika til að komast á toppinn en það þarf karakter til að halda sér þar”.

sæmundur (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:03

3 identicon

Það eina sem þú þarft er vænt faðmlag frá yndislegri dóttur þinni !!

Ingibjörg (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband