Truntuísrallý, tær snilld

Lögðum land undir fót um helgina og skelltum okkur á Stjörnutölt á Akureyri, svona eins og venjulega.  Ekki varð maður svikinn frekar en hin árin (svona flest), snilldarhross og flottur taktar.  Mesta snilldin var þó að í fyrsta sinn frá því Stjörnutöltið byrjaði, sigraði kona W00t Þórdís Erla Gunnarsdóttir á mósóttu merinni Ösp frá Enni, gullfalleg og hæfileikarík meri og ekki var knapinn síðri.  Til að kóróna þetta var það svo bæjarstýran á Akureyri sem afhenti henni verðlaunin ásamt formanni Léttis, sem er kona, forkona líklega.  Karlar hvað ......

Hápunkturinn var svo þegar stóðhestasýningin hófst, margir fínir folar (og sumir ekki eins fínir) en einn þeirra stal senunni, Kraftur frá Efri-Þverá, þvílíkur unaður að horfa á hestinn InLove gefur föður sínum (Kolfinni frá Kjarnholtum) nákvæmlega ekkert eftir.  Ég sá þennan hest fyrst á Landsmótinu í fyrrasumar og kolféll strax.  Þess ber að geta (mont-mont) að ég á pláss undir hann á seinna gangmáli, svo dívan mín verður vonandi (7-9-13) meri eigi einsömul næsta vetur ... JEIJ

Gistum svo í sveitinni og ég var eins og krakki þegar kom að heimferð ... vildi ekki fara heim Whistling munaði engu að ég færi ekki að grenja og stappa niður fótum.  Hægðir, hvað ég vildi að ég byggi í sveit .... I love it og hana nú.

Hér er alltaf jafn brjálað að gera, ótrúlegt hvað þeir eru fáir klukkutímarnir í þessum blessaða sólarhring, ja, það og hvað þeir nýtast eitthvað ferlega illa suma dagana.  Skil'ða ekki.

Taðtoppar ætla svo að leggja land undir fót um næstu helgi og bregða sér í borgina, nú er runninn upp tími ferminga og ein slík dregur sveitavargana suður á hvítbotna gúmmískóm með moð í peysunni og hrossafnyk í hárinu.

Lafðin komin með pikkkrampa.

Later pípúl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi barst áðan:

"Veistu hver er munurinn á Campari og Samfylkingunni? Bæði rauð og bitur, en Campari nær samt 21%" 

ATH; Rétt er að taka fram að þessi brandari ENDURSPEGLAR skoðun Litlu frjálsu fréttastofunnar, sem hefur er ekkert gefin fyrir Samfylkinguna og er virkilega áhyggjufull ef það óhapp skyldi gerast á okkar ágæta landi að vinstri öfl næðu völdum.  Fréttastofan á fáa vini úr Samfylkingunni og er eiginlega alveg sama hvort þeir eru eða fara... hehe

jói (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband