Annasamir dagar

Hver sagði að heimavinnandi húsmæður hefðu aldrei neitt að gera, hefðu það bara gott blaðrandi við nágrannakerlingarnar yfir kaffibolla við eldhúsborðið ?  Sá hefur alveg örugglega aldrei verið heimavinnandi húsmóðir.

Nú er ég ein af þeim sem er "bara" heima og hér er ævinlega nóg að gera og ekki er ég með smábörn heima (hjúkk).  Karlinn og drengurinn drifu sig í sveitina að ríða út, sem er fínt því þá þarf ekki upp í hesthús daglega að sinna öllu þar og súrmjólk, súpa og annað gourmet fæði vel boðlegt þeim sem heima sitja.  Þar sem þeir drifu sig í sveitina, tókum við mæðgur okkur til og rifum parketið af stofunni með tilheyrandi rútti, svo nú er það frá.  Dreif mig svo í því að endurskipuleggja þvottahúsið, færði snaga, hundabúrið og þess háttar dót og nú rúmast allt svo miklu betur.  Síðan eru það vorverkin í garðinum, fundur í dag vegna stefnumótunar æskulýðsstarfs hestamannafélagsins á svæðinu, hitta meðframbjóðanda minn í kvöld og konu af framboðsskrifstofunni á morgun.  Síðan þarf að bruna austur á föstudaginn, helst að skjótast þaðan og til Húsavíkur á laugardagsmorgun, svo sonurinn komist í beltaprófið sitt, aftur austur og svo heim á sunnudag.

Þetta minnir mig á að ég ætlaði að þvo bílinn og þar sem nú skín sól í heiði og fuglarnir syngja þá er best að drífa sig í þessu ..... kannski einn kaffibolla fyrst.

Lafðin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband