Færsluflokkur: Bloggar

Jahh sko ..

Ekki þurfti að bíða lengi eftir þessari yfirlýsingu.  Kom þetta á óvart .... maður spyr sig Angry

 

 


mbl.is Álver í Helguvík en ekki á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðin er óskrifað blað

Og í ljósi þess og þess táknræna gjörnings sem nyttlydveldi.is hóf mun ég binda hvítann borða á húsið mitt og á ljósastaurinn við mitt hús.  Hvet alla til að gera slíkt hið sama.

 

Höldum svo ótrauð áfram og mætum á friðsöm mótmæli, ég hér í Dimmuborgum, þið í ykkar byggðarlögum.

 

Fyrir Ísland


Mótmælastaða í Mývatnssveit

Við ætlum ekki að hætta mótmælaaðgerðum !

Mótmælafundur verður haldinn í Dimmuborgum laugardaginn 24. Jan.

Þema fundarins verður að reisa við fallið Ísland.

Margar hendur vinna létt verk og eru tilbúnar að leggja nýja Íslandi lið.

 

Ef einhver vill halda ræðu eða tjá sig á fundinum er það meira en velkomið.  Vinsamlega látið mig þá vita fyrir fundinn.

Fundurinn endar eins og sá síðasti á íhugun og þögn í 5 mín.

 

Staðsetning mótmælanna er á Hallarflöt eða á bílastæðinu við Dimmuborgir.  Fer eftir veðri.  Tími : kl: 15.00 laugard. 24. Jan.

 

Snjallræði er að taka með sér heitt á brúsa, svalandi drykk og afgang af þorramatnum.  Menn eru kannski svangir og þyrstir eftir blótið. ;)

 

Síðasti fundur tókst afar vel.

Höldum áfram að láta "raddir" okkar heyrast.

Látum hjartað ráða för og mætum.  Fyrir Ísland.  Fyrir framtíðina.

 

Kveðja.

Fyrir hönd hópsins.  Ólafur Þröstur.


Mótmælastaða

 

 Kæru sveitungar

 

Við erum persónur, hópur, heild sem Íslendingar.  Á þeim forsendum og á þeim lýðræðislega rétti sem okkur er gefinn, hafa nokkrir einstaklingar ákveðið að efna til mótmælastöðu í þögn laugard. 17.jan. í okkar heimabyggð í Mývatnssveit.  Fjöldi mótmælenda eða stærð byggðarlags skiptir hér ekki máli.  Raddir fólksins þurfa að heyrast sem víðast.

 

Mótmæli hafa lítil áhrif ef vindurinn einn er til vitnis.  Þess vegna höfum við sent fjölmiðlum orðsendingu (frétt) fyrir fundardag og önnur verður send eftir fundinn.  Á þann hátt munu valdhafar í grafarþöfn og sjálfsafneitun, spillingarmenn og þjófar eigna og fjármagns saklausra borgara, fá skýr skilaboð.  Þá komast þeir ekki upp með að setja þagnarsultu og súran rjóma á sínar flatneskjulegu ráðleysispönnukökur alla daga.  Þeir sem hafa áhuga á að leggja málinu lið eru hjartanlega velkomnir.

 

Að okkar mati eru nokkrir valkostir í stöðu Íslands í dag:

 

Að þegja, sitja heima og samþykkja þannig ástandið.

Að blístra fallegt lag og yppta öxlum í takt.

Að taka því sem að höndum ber.

Að standa upp og segja: "Vér mótmælum öll".

 

Staðsetning mótmælanna verður á landi ríkisins, á bílastæðinu við Dimmuborgir. Tími 15:00 laugard. 17.jan.

 

Ath.  Í upphafi fundar gefst kostur á að kasta (gúmmí)skóm í táknmynd spillingarinnar, hugleysis og vesældóms ráðamanna.  Losa um reiðina Joyful

Á eftir þessum gjörningi verður þagnarstaða í 5-10 mín.

Snjallræði er að taka með sér heitt á brúsa og afgang af jólabakstri.

Kveðja,

Fyrir hönd hópsins.  Ólafur Þröstur. 

 

  Þessi tilkynning datt hér inn um lúguna í dag og er ég fyrir mitt leiti alsæl með að einhver hafi tekið af skarið og komið þessu á og mun að sjálfsögðu taka fullan þátt í þessari vakningu. Því skelli ég þessu hér á þennan vettvang.

Er svo á leið í byltingakaffi síðar í dag ...

 Lafðin


Fésbók, Framsókn, Framtíð ....

Er iðulega spurð þessar vikurnar : "ert'ekk'á feisbúkk"  svarið er ævinlega það sama ... FootinMouth

Er tæknifatlaður taðtoppur, hef engann skilning á þessu frábæra tengslaneti sem "allir sko" eru á FootinMouth

 

Framsókn .....  FootinMouth  of margt að gerast í hausnum á mér hvað þetta atriði varðar til að ég geti með nokkru móti komið hugsunum mínum í orð .... dokum með það

 

Framtíðin .... FootinMouth  Hver hún verður  .... úff, tek undir með Binga og fleirum, fáar setningar sem súmma líðan manns og ástand betur en þessi "Helvítis fokking fokk"  

Allt er í uppnámi, framtíð mín og minna barna (og barnabarna) framtíð minna nánustu, landa minna flestra og  landsins sjálfs og á meðan sitja allir sem fastast og segja manni að doka, ljúga upp í opið geðið á mér, tala niður til mín og mér ber að halda kjafti og vera góð .... nú er ég búin að doka og doka og doka .... sekk sífellt hraðar og dýpra því þó ég sé þokkalega synd, þá virðist búið að binda mig á höndum og fótum en mér sífellt sagt að troða bara marvaðann og halda mér á floti ... FootinMouth 

 Það  er svo ótal margt sem manni blöskrar svo ótrúlega að maður er í vandræðum með að komast í gegnum daginn án þess að þessi svipur komi fram FootinMouth í bland við þennan Sick og þennan Angry, lengi framan af voru viðbrögðin á þennan veg W00t en nú verður þetta oftar ofan á Crying.

 

Hvar endar þetta ..... ég veit það ekki, veit bara að það er ekki að fara að gerast á næstunni .... ekki á þessu ári og ekki á því næsta.

 

Lafðin .... í hugsanakreppu


Nýtt ár - nýjar áherslur ?

Nú hefur sérkennilegt ár viðburða og "hamfara" runnið sitt skeið og nýtt ár tekið við og enn sem komið er, er það algjörlega óskrifað blað og í þeim anda er aldrei að vita nema maður fari að nota þennan vettvang meira og skrifa eigið handrit nýs árs, hafði ekki húmor fyrir handritaskrifum þeirra er settu mark sitt á þá leiksýningu sem rann sitt skeið fyrir nokkrum klukkustundum.

 

Lafðin ....


!

Sporðdreki: Það er mjög hættulegt að fresta hlutunum. Hættu að hugsa og hafa áhyggjur. Taktu bara næsta skref þótt það sé lítið. Hæfnin sem þú vilt tileinka þér kemur auðveldlega

Tja, hvað skal segja


Og enn heldur það áfram

Sporðdreki: Hefðir sem höfðu enga þýðingu fyrir þig áður, skipta þig máli núna. Þú gerir þér grein fyrir að þú nærð betri tengingu við ástvinina í gegnum sameiginlega siði.

 Vog: Þú ert í góðum gír. Allt sem þú snertir fær græna ljósið. Þú átt auðvelt með að skapa þér það líf sem þú óskar þér. Þú ímyndar þér hvað þarf að gerast og lætur það gerast.


Á svörtum degi í október

Sporðdreki: Með öll þín stóru plön á prjónunum hefurðu ekki tíma, orku eða einbeitingu fyrir gremju. Þú hefur hins vegar tíma fyrir gáfulegt, hreinskilið samtal.

Stjórn landsins

Það eru frekar "skondin" ummæli Þorgerðar Katrínar ráðherra menntamála, sem höfð eru eftir henni á visir.is en þar er hún að kommenta á ákall D.O eftir þjóðstjórn, en þar segir hún m.a.

„Ég tel rétt að seðlabankastjóri einbeiti sér að þeim ærnu verkefnum sem Seðlabankinn þarf að takast á við en láti stjórnmálamönnum eftir stjórn landsins,"  

Láti þeim eftir stjórn landsins .... óóókei, búið að prófa það, hvað nú ?

 

Einnig segir frúin : „Við erum með mjög traustan meirihluta, sem er skipaður stærstu flokkunum á sitthvorum endanum sem hægt væri að túlka sem þjóðstjórn," segir Þorgerður. Hún segir jafnframt að ríkisstjórnin sé mjög samhent í því að leita lausna á þeim gríðarlega vanda sem nú steðji að í þjóðarbúskapnum."

 HA FootinMouth

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband