16.3.2007 | 14:24
Að verða stór.
Hvenær verður maður stór ?
Alltaf er maður að velta því fyrir sér hvað maður ætli að verða þegar maður verður stór, það er ég búin að gera núna í fleiri ár en ég kæri um að muna. Ég dáist að þeim sem vita strax á unga aldri hvað þeir vilja verða þegar þeir vaxa úr grasi.
Ég ætlaði náttúrulega, eins og svo margar stelpur, að verða búðakona, bankakona o.þ.f.e.g. og ekki má gleyma æskudraumnum, að verða bóndi, ég ætlaði n.b. ekki að verða bóndakona, heldur bóndi og svo myndi ég eiga bóndamann. Feminismi kannski ? Svo óx maður úr grasi og búðakona varð ekki svo spennandi tilhugsun lengur, þá fór málið að vandast, sífellt færðist ég nær því að verða stór, en ekkert gerðist, alveg blank, hafði ekki hugmynd, svo bættist við að á unglingsárunum var áhugi fyrir skólagöngu takmarkaður og árangurinn eftir því.
Svo liðu fáein ár og maður fór í að stofna fjölskyldu og allan þann pakka, aldrei fór þó tilhugsunin um að "verða eitthvað þegar ég yrði stór" langt og sífellt varð ég meðvitaðri um að nú væri stutt í að ég yrði stór. Málið var ekki endilega að mig langaði ekki að læra eitthvað ákveðið, en búsetu og fjölskyldumál flæktu þetta sífellt svo ekki varð neitt úr neinu. Nú stend ég frammi fyrir því að annar unginn fer úr hreiðrinu í haust og ef það er ekki ágætis mælikvarði á stærð þá er ég illa svikin.
Svo þannig standa málin núna, ég er orðin stór, en ekki orðin neitt ! Það er tvennt sem hefur fylgt mér í gegnum árin, þ.e. tvennt sem ég gæti hugsað mér að læra og vinna við eeen..... annað er eingöngu kennt erlendis, týpískt, og hitt er kennt í fleiri hundruð km fjarlægð og ég hef, eins og allir með fjölskyldu, ákveðnum skyldum að gegna, ég á son sem enn á fjögur ár í grunnskóla, ég er með hunda, mann, hesta, heimili .... og svo situr í mér ... er ég orðin of gömul, er ég orðin of gömul til að læra það sem mig langar að læra, of gömul til að vinna við það, er ég of eigingjörn ef ég dríf í því, hvað þá með barnið, hundana, mannin, heimilið o.s.frv.
Er ég kannski bara of flækt ??
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.