29.3.2007 | 10:26
Bloggstífla og kaos
Í augnablikinu er svo margt á sveimi í hausnum á mér, misgáfulegt náttúrulega, að mér tekst engan veginn að sortera það svo ég komi einhverju frá mér.
Í gær komust börnin loksins í áheitalabbið sitt, stóðu sig eins og hetjur, gengu hringinn í kringum Mývatn með 2 hjólbörur og alltaf einhvern í börunum. Þetta tók þau ekki nema 7 klst og 10 mín og söfnuðust að ég held rúm 500.þúsund svo nú eiga þau fyrir ferðinni sinni, svo allt sem safnast héðan í frá fer í nemendasjóðin fyrir næsta ár. Að labbinu loknu var pylsupartý og svo bauð Baðlónið þeim að bleyta í sér í lóninu og fá smá yl í auma vöðva.
Það er ótrúlega margt sem pirrar mig í pólitíkinni í augnablikinu, þvílíkur tvískinnungur á ferð á þeim bænum, málið er að þetta er allt sami grautur í sömu skál, grauturinn bragðast bara misvel og er það bragðlaukunum um að kenna. VG eru t.d. ótrúlegir, Samfylkingin eins ósamkvæm sjálfu sér og nokkuð getur verið og nýja framboðið .... ó boj. Ef flokkar sitja of lengi við völd kemur upp valdaþreyta, þetta er eitthvað sem ég held að allir geri sér grein fyrir og þegar þannig er komið þarf að rótera og breyta, gerðist í borginni og þar var breytt til, þetta þyrfti líka að gerast á alþingi, það sem hins vegar hræðir mig skelfilega eru valkostirnir, það sem kæmist til valda ef stjórnarflokkunum yrði gefið frí, þó það væri bara eitt tímabil. Skelfileg tilhugsun.
Úff, ég fékk svo mikinn hroll að ég verð að láta staðar numið núna.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.